Um Okkur



Hvernig Quality Console varð til
Quality Console byrjaði sem sumarverkefni hjá okkur tveimur tölvunarfræðinemum við Háskólann á Akureyri. Við fengum tækifæri til að vinna með Samherja Fiskeldi, sem vantaði lausn til að skipta út pappírsskjölum fyrir stafræn eyðublöð í vinnslu sinni í Sandgerði. Markmiðið var skýrt – að einfalda daglega vinnu með betri tækni – og við smíðuðum smáforrit sem leysti þetta.

Mynd: Samherji
Eftir að við kláruðum sumarverkefnið tókum við okkur smá hlé, en það varð fljótt ljóst að lausnin átti meira inni. Fjölnir ákvað að halda áfram með verkefnið og þróa það enn frekar. Lausnin færðist úr einföldu appi yfir í fullbúna veflausn þar sem hægt var að stjórna eyðublöðum, safna gögnum og greina þau á skilvirkari hátt.
Þegar hugmyndin fór að vaxa var ljóst að það þyrfti ekki aðeins meiri þróun heldur líka betri leiðir til að koma henni á framfæri. Fyrir rúmu ári bættist Þorsteinn í hópinn til að styðja við sölu og samskipti við fyrirtæki. Saman höfum við þróað lausnina áfram í takt við þarfir notenda og sett meiri kraft í verkefnið – meðal annars með því að sækja um styrki og auka áherslu á sölumál.
Treyst af leiðandi fyrirtækjum
Við erum stolt af því að vinnsla Samherja Fiskeldis í Sandgerði var fyrsti viðskiptavinur okkar og heldur enn áfram að treysta á Quality Console. Traust þeirra sýnir áreiðanleika lausnarinnar.